barbergys_edited.jpg
serious
barbers
20615968_1383790541676942_8436647133169216953_o

Um Okkur

Erum staðsettir á Hótel Öldu Laugavegi,,við erum fyrsta rakarastofa landsins sem býður uppá möguleika á veitingum. Við erum í frábæru samstarfi við vini okkar á Brass kitchen and bar sem eru með frábært úrval af drykkjum og mat og framúrskarandi þjónustu.

 

Daði

The Jedi

Ef Leigumorðinginn er hægri hönd Höfuðpaursins mætti segja að Jedi-inn sé ásinn í erminni. Nánast ekkert er vitað um þennan dularfulla mann. Hann birtist einn grámyglulegan morgun úr þykkri þokunni og sýndi fram á einstaka hæfileika. Yfirheyrsluaðferðir hans eru í meira lagi undarlegar en það stendur sannarlega ekki á árangrinum. Sannfæringarkraftur hans er slíkur að hann fær saklausa menn til að játa á sig hryllilega glæpi. Hann er maðurinn sem hylmir yfir voðaverkin. Hann hefur alla strengi í hendi sér. Hann er ástæðan fyrir því að Löggan vogar sér ekki snerta við rakarastofunni. Hann er maðurinn sem þú hefur leitað að.

Grjóni

The Don

Það er best að segja sem allra minnst um Höfuðpaurinn. Árum saman hefur hann stjórnað jafnt strætum og rakarastólum borgarinnar. Af hæfileikum og vitsmunum á hann enga jafningja en bæði samstarfsmenn og viðskiptavinir bera fyrir honum óttablandna virðingu. Hann ræður nú ríkjum á Barber við Laugaveg.

Halli

The Hitman


Þegar eitthvað grunsamlegt á sér stað í Reykjavík er nánast hægt að ganga að því vísu að Leigumorðinginn eigi hluti í máli - ef svo er ekki má stóla á að hann fái sinn hlut af braskinu. Hann er trúr og traustur bandamaður Höfuðpaursins en á það til að missa stjórn á skapi sínu. Að ráðskast með hann er álíka gáfulegt og að leggja til atlögu við tígrisdýr með hnefunum. Og ekki láta þér detta í hug að koma honum að óvörum, hann er jafnvígur á flugbeitt skærin og rakarhnífinn. Sagt er að fyrir hvert vel heppnað „verk" láti hann flúra á sig minnisvarða. Í stuttu máli er hann þakinn bleki.

BARBER RAKARASTOFA

Address

 owner

Follow

©2017 by Max van der Schaft

20615968_1383790541676942_8436647133169216953_o